Dagur jarðar // Earth Day

Dagur jarðar er árlegur viðburður sem er haldinn 22.apríl ár hvert. Þá eru ýmsir viðburðir haldnir víðsvegar um heiminn til að sýna stuðning við umhverfisvernd og vitund. Dagurinn var fyrst haldinn árið 1970 og eru viðburðir í meira en 193 löndum nú haldnir víðsvegar um heiminn á þessum degi.

Árið 2009 nefndu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag alþjóðlegan dag móður jarðar, til að minna okkur á að jörðin er heimili okkar og veitir okkur líf og næringu. Til þess að ná jafnvægi meðal efnahagslegrar, félagslegrar og umhverfislegra þarfa núverandi og komandi kynslóða er nauðsynlegt að stuðla að jafnvægi og sátt milli náttúru og jarðarinnar.

Við hjá portland fögnum þessum degi og viljum ýta undir mikilvægi þess að staldra við og huga að því hvernig lífstíll okkar hefur áhrif jörðina. Við erum hluti af leiðandi afli í heiminum sem stuðlar að ábyrgum og umhverfilegum lausnum. Við vinnum eftir hugmyndafræði um *góða hönnun, en það er hönnun sem hefur tilgang, er endingargóð og falleg. Þá virðir hún mannkynið, dýr og umhverfi okkar.

góð hönnun

Við einblínum á ábyrga hönnun og er hönnunarferlið hjá okkur markvisst mótað af sjálfbærum hugsunarhætti sem nær í gegnum allt hönnunarferlið. Með þessu er meðal annars átt við hvernig efnin eru valin útfrá umhverfisáhrifum, hvernig við horfum á notagildi vörunnar og hverju hún bæti við og hver endingartími vörunnar er og hvernig hún eldist. 

 

Við eigum okkur draum að öll hönnun hafi jákvæð áhrif og muni stuðla að því að allir dagar geti verið dagur jarðar.

_____________________________________

Earth's Day is an annual event that is held on 22nd April each year to show support for environmental protection and awareness. The day was first held in 1970 and there are events in more than 193 countries now held all over the world on this day.

In 2009, the United Nations named the day the International Mother's Day, to remind us that the Earth and its ecosystem is our home and it gives us life and nutrition. In order to balance the economic, social and environmental needs of the present and future generations, it is necessary to promote balance and harmony between nature and the planet.

We at Portland celebrate this day and want to emphasize the importance of taking a moment and consider how our way of life affects our planet. We are part of a leading force in the world that contributes to responsible and environmentally friendly solutions. We work by the ideology of *good design, that is design that has purpose, is durable and beautiful. It respects humanity, animals and the environment we all live in.

We focus on responsible design and our design process is shaped by sustainable thinking that goes through the entire design process. This includes the way we choose the right 
environmental friendly material, the way we look at the usefulness of the product and what it can improve, and also what is the real lifetime of the product and how it ages over time.

We have a dream that all design will have a positive impact on our earth and will help in making every day Earth Day.