#endurvinnumálið

#endurvinnumalid endurvinnsla Events Uncategorized

Þegar við fréttum að það væri söfunarátak í gangi með ál þá vissum við að okkur langaði að vera með í því verkefni. Áður en við vissum af vorum við komin um borð og hjólin farin að rúlla. 

Við vinnum eftir þeirri hugmyndafræði að hönnun eigi að vera ábyrg, að það sé góð hönnun, og að það sé ábyrgð þeirra sem koma að hönnun að vera ábyrg. Hluti af því er að vera stöðugt að leita leiða til að nýta efni sem þegar er komið í umferð og smellpassar álið þar inn. Álið er gætt þeim eiginleikum að við endurvinnslu þess tapast gæðin ekki og það er mjög slitsterkt. 

Við prófuðum að gera Hljómhrif úr áli í samstarfi við Málmsteypuna Hellu og vorum mjög ánægð með útkomuna. Einnig hönnuðum við lampa og koll sem við létum steypa úr áli. Okkur finnst korkurinn tala vel saman við álið og því er setan á kollinum úr korki. Korkiðnaðurinn er almennt talinn vera umhverfisvænn, enda er aðeins börkurinn skorin af til að uppskera korkinn. Tréð heldur áfram að lifa og vaxa. Álið sem komið er í umferð má endurvinna aftur og aftur án þess að gæði þess minnka. Það er áætlað að nú er um 70% af öllu áli sem er í umferð endurunnið ál. 

Afrakstur verkefnisins er til sýnis í Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsið) og hjá okkur á Baldursgötu 36. Við munum birta myndir af vörunum við fyrsta tækifæri. 

 


Newer Post