Hönnunar Mars 2018

Events

Við erum súper ánægð að vera að taka þátt í HönnunarMars 2018. Við sýnum í okkar rými á Baldursgötu og einnig tökum við þátt í samsýninguna #endurvinnumálið í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi.

Við kynnum Hljómhrif, hátalari án rafmagns. Sölvi hannaði Hljómhrif þegar hann rannsakaði hljóð og áhrif þess. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að upplifa Hljómhrif af eigin raun á Baldursgötu. Þá eru einnig til sýnis tvær vörur til viðbótar. 

Með okkur á Baldursgötu eru einnig hönnunarteymið InnriinnrI og Lisa Gaugl.

InnriinnrI leikur sér að mismunandi nálgun við hönnun. Raphael sem hönnuður og Ylona Supèr sem listamaður. Þessi tvíhyggja er rammi stúdíósins. innriinnri vinnur aðeins með staðbundin aðföng og sýna ekki aðeins fullunnu vöruna heldur einnig gáskafulla rannsókn á efniviðnum. Nánar má sjá um verkið þeirra hér

Lisu Gaugl sýnir verkið sitt „Human_Animal“. Verkið fjallar um hvernig aðskilnaður mannkyns frá dýraríkinu gerir fólki kleift að nota dýr á öllum stigum. Human_Animal veitir áhorfendum sínum spegil fyrir sjálfsskoðun og miðar því að því að setja menn aftur í samhengi við dýraríkið.


Older Post Newer Post