ENDURVINNUM ÁLIÐ - SÝNING

Portland sá um að hanna sýningu fyrir ársfund Samáls sem haldinn var í Hörpu í maí 2018. Sýningin samanstóð af vörum úr endurunnu áli sem hannaðar voru fyrir #endurvinnumálið, endurvinnslu átak á álbollum (bollum spritterta). Tilgangur átaksins var að efla vitund þjóðarinnar um mikilvægi þess að flokka og endurvinna það ál sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum.

Að verkefninu komu fjölmörg fyrirtæki og voru fjögur teymi hönnuða fengin til að hanna nytjavörur fyrir heimilið úr endurunna álinu. Teymin voru ásamt Portland - Sigga Heimis, Ingibjörg Hanna og Olga Ósk.

Allar vörurnar voru framleiddar í samstarfi við Málmsteypuna Hellu.