HLJÓÐSKÚLPTÚR

Forsaga þessa verkefnis er meistaraverkefni Sölva Kristjánssonar frá Listaháskóla Íslands 2017 í MA hönnun. Í útskriftar verkefni sínu rannsakaði hann hljóð og áhrif þess á fólk.

Endanaleg útkoma verkefnisins er hliðrænn hljóðmagnari (e. analog speaker) sem þarf ekki rafmagn til að magna upp hljóð. Hljóðmagnarinn, sem nefnist Hljómhrif, er keramík skúlptúr í laginu eins og keila sem magnar upp hljóð vegna lögunnar sinnar. Með því að setja til dæmis farsíma inn í magnarann er hægt að auka hljóðstyrk og líkja þannig eftir hátalara án kapla og rafmagns.

Fyrir tilstilli styrks úr MIðborgarsjóði (2017) hefur okkur verið gert kleift að taka þetta verkefni enn lengra. Vegfarendum í Reykjavík gefst tækifæri til að skapa sín eigin Hljómhrif út í umhverfið með því að tala, syngja, hvísla og jafnvel segja öll sín dýpstu leyndarmál.  

Markmið verkefnis er að auðga menningarlíf miðborgarinnar og skapa gagnvirkt umhverfi þar sem notandi getur farið inn í hljóðmagnara og skapað
sína eigin Hljómhrif. Þar sem fólk fær tækifæri til að skapa í umhverfi sínu myndast oft samkennd. 

Verkið er í vinnslu og ekki hefur verið upplýst um staðsetningu þess.