Fréttatilkynning - 13.mars 2018

Portland opnar sýningu með áherslu á ábyrga hönnun, föstudaginn 16.mars

Portland er ný hönnunarstofa í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Baldursgötu 36, sem parið Sóley Kristjánsdóttir og Karen Ósk Magnúsdóttir reka ásamt bróðir Sóleyjar, Sölva Kristjánssyni. Þríeykið er skemmtileg samsetning sem koma öll úr mismunandi áttum faglega séð og mynda portland með það að leiðarljósi að taka þátt í að bæta heiminn. Teymið samanstendur af vöruhönnuð, verkfræðing og markþjálfa.

Í tilefni af þátttöku okkar í HönnunarMars 2018 opnar portland nýtt sýningarrými að Baldursgötu 36. Hljómhrif er fyrsta verkið sem portland kynnir, en það er útskriftarverkefni Sölva Kristjánssonar, hönnuður portland, frá LHÍ. “Verkið endurspeglar hugmyndafræði portland og markar upphaf þess sem koma skal hjá teyminu. Það er að hönnun veki til umhugsunar og sé ábyrg”. Einnig sýnum við spennandi nýjar vörur sem hannaðar eru úr endurunnu áli í samstarfi við söfnunarátak á álsprittkertum sem efnt var til þess að efla vitund almennings um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu á áli. 

Með okkur í sýningarrýminu á Baldursgötu eru InnriinnrI, hönnunarteymi, og Lisa Gaugl, grafískur hönnuður. InnriinnrI, leikur sér að mismunandi nálgun við hönnun og vinnur aðeins með staðbundin aðföng. Þau sýna ekki aðeins fullunnu vöruna heldur einnig gáskafulla rannsókn á efniviðnum. Verkefni Lisu Gaugl, „Human_Animal“, fjallar um hvernig aðskilnaður mannkyns frá dýraríkinu gerir fólki kleift að nota dýr á öllum stigum. Human_Animal veitir áhorfendum sínum spegil fyrir sjálfsskoðun og miðar því að því að setja menn aftur í samhengi við dýraríkið.

Sýningin opnar föstudaginn 16.mars, kl.12:00 og verður formlegt opnunarhóf um kvöldið, kl.18:00-20:00. Einnig verður opið á laugardaginn og sunnudaginn frá kl.12:00 til kl.18:00 báða dagana. Allir velkomnir!

Portland tekur einnig þátt í samsýninguna #endurvinnumálið, þar sem unnið er með endurunnið ál. Með okkur í þeirri sýningu, sem Samál stendur fyrir, eru Sigga Heimis, vöruhönnuður, Ingibjörg Hanna sem er með merkið iHanna home og Olga Ósk Ellertsdóttir sem þekkt er fyrir verkið sitt Dreamchair. Sú sýning fer fram í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og verður formlega opnuð á opnunarhátíð HönnunarMars fimmtudaginn 15.mars, kl.17:15.