Hljómhrif

"Tilgangur Hljómhrifs er tvíþættur, annars vegar bætt hljómgæði og hins vegar umræðan og skilaboðin sem varan skilur eftir sig"

 

Hljómhrif er meistaraverkefni Sölva Kristjánssonar, vöruhönnuðar portland, frá Listaháskóla Íslands 2017 í MA hönnun. Í útskriftarverkefni sínu rannsakaði hann hljóð og áhrif þess á fólk. Hljóð hefur áhrif á okkur á fjóra megin vegu, lífeðlisfræðilega, vitrænt, atferlislega og sálrænt. Tónlist er sterkasta form af hljóði sem hefur áhrif á okkur sálrænt, þar af leiðandi er mikilvægt að þegar hlustað er á tónlist að hljómgæðin séu þægileg.

Hljómhrif verður kynnt formlega á HönnunarMars 2018 í nýju sýningarrými portland. Markmið Hljómhrifs er að vekja til umhugsunar um neyslu okkar, notkun og endingu raftækja. Þá er Hljómhrif ádeila á stuttan líftíma nútíma vöru og þá miklu endurnýjun sem stöðugt þarf að eiga sér stað í neyslusamfélagi okkar.

Hljómhrif er ekki enn komið formlega í sölu en fyrirspurnir má senda hingað og einnig verður tilkynnt um það hér þegar vara fer í sölu.