Upplýsingar fyrir fjölmiðla

Information for the press

Portland saman stendur af þríeykinu Karen Ósk Magnúsdóttir, Sóley Kristjánsdóttir og Sölva Kristjánssyni. Sóley og Karen eru kærustur og Sölvi og Sóley eru systkini. Þar sem við erum öll að koma úr ólíkum geirum, en langar að vinna saman að því að skapa þá lá beint við að við stofnuðum saman fyrirtækið og úr varð Portland.

Karen er með BS í rafmagnsverkfræði og MS í rekstarverkfræði (ritgerð ókláruð). Hún hefur lengst af starfað sem verkefnastjóri og þekkir því vel að halda utan um og fylgja eftir verkefnum. Hönnun hefur þó alltaf átt hug hennar, allt frá því að hún byrjaði að stílisera barbíhúsin.

Sölvi er menntaður vöruhönnuður frá IDU í Milan og tók svo MA hönnun frá LHÍ. Hann er einnig menntaður húsgagnasmiður. Hann hefur alltaf haft gífurlegan áhuga á að smíða hluti og læra á virkni þeirra. Sem krakki fékk hann aragrúa af módelum sem hann dundaði við að setja saman og mála.

Sóley er með BA í sálfræði og MS í mannauðsstjórnun. Þá lærði hún markþjálfun samhliða starfi sínu sem mannauðsstjóri. Hún hefur reynslu af því að koma á laggirnar og móta starf og því fannst henni spennandi að starta fyrirtæki með Karen og Sölva. Gott skipulag og góð samskipti hafa lengi átt hug Sóleyjar, en hegðun fólks hefur alltaf vakið áhuga hennar.

Að hafa frelsi til að skapa og móta sitt eigið er okkur öllum mikilvægt.