Portland er hönnunarstofa sem einblínir á ábyrga hönnun. Portland samanstendur af Sölva Kristjánssyni húsgagnasmiði og vöruhönnuði, Karen Ósk Magnúsdóttir verkfræðingi og hugmyndasmiði, og Sóley Kristjánsdóttir sem sér um markaðsmál og markþjálfar.

Við elskum áskoranir og tökum að okkur fjölbreytt verkefni sem felast meðal annars í að þróa og útfæra hugmyndir. Við leitum markvisst að bestu lausnunum, með tillit til endingu, efnisvals og umhverfisáhrifa.

Trú okkar er að með *góðri hönnun megi stuðla að bættum heimi og að saman gerum við heiminn betri á degi hverjum.  

*Góð hönnun er hönnun sem hefur tilgang, er endingargóð og falleg. Þá virðir hún mannkynið, dýr og umhverfi okkar allra.